Opið alla virka daga frá 9-17 og laugardaga 10-12 // sími 461 2550 neyðarsími 461 1550 (bein tenging á vakthafandi dýralækni)|dyraspitali@dyraspitali.is
17 02 2014

Lokað 4 – 8. mars 2014!

Ágætu viðskiptavinir – athugið!

Vegna  ferðar  Listhlaupadeildar SA áSportland Trophy Budapest  verður
Dýraspítalinn í Lögmannshlíð því miður lokaður dagana  4 – 8 mars 2014.
Opnum aftur mánudaginn 10. mars kl 9.

 

Besta kveðja, Elfa Ágústsdóttir dýralæknir (skautamamma!) og starfsfólk.


17 02 2014

Lokað dagana 4-8. mars 2014

 

Ágætu viðskiptavinir – athugið!

Vegna  ferðar  Listhlaupadeildar SA á Sportland Trophy Budapest  verður Dýraspítalinn í Lögmannshlíð
því miður lokaður dagana  4 – 8 mars 2014.  Opnum aftur mánudaginn 10. mars kl 9.

 

Besta kveðja, Elfa Ágústsdóttir dýralæknir (skautamamma!) og starfsfólk.


15 02 2014

Kettlingar í heimilisleit!

Þessum litlu dásamlega sætu 8 vikna kettlingum vantar heimili!  Þetta eru 3 högnar og 1 læða – mjög kelnir og góðir!  Áhugasamir

geta haft samband við Röggu í Kisukoti s 6638747 eða okkur á Dýraspítalanum í síma 4612550 ! 

ÞEIR HAFA ALLIR FENGIÐ NÝ HEIMILI – ÞÖKK SÉ KISUKOTI, KATTAAÐSTOÐ Á AKUREYRI !

litlir_8_vikna_kettlingar_fr_gars_11.jpglitlir_8_vikna_kettlingar_fr_gars_12.jpglitlir_8_vikna_kettlingar_fr_gars_13.jpglitlir_8_vikna_kettlingar_fr_gars_15.jpglitlir_8_vikna_kettlingar_fr_gars_16.jpglitlir_8_vikna_kettlingar_fr_gars_17.jpg


25 09 2013

Bichon Friese hvolpar

bichon_hvolpar_rosa_005.jpgBichon Friese tíkin Dís á Akureyri gaut 4 hvolpum 4. ágúst 2013. 

 

Þeir eru allir yndislega fallegir og góðir og einum rakka vantar enn heimili!  Síminn hjá Rósu eiganda þeirra er 840 8802 

 

7. OKT 2013: ÞEIR ERU NÚ
ALLIR SELDIR!
bichon_hvolpar_rosa_002.jpgbichon_hvolpar_rosa_003.jpgbichon_hvolpar_rosa_001.jpg


13 06 2013

Dýr og Flugeldar

Hundar

 • Á gamlársdag, gamlárskvöld, nýarsdagskvöld og þrettándann er æskilegt að halda hundum inni við. Gott er að útbúa fyrir þá aðstöðu, skjól í einhverju rými sem þeir þekkja og finna til öryggistilfinningar. Hafið hjá þeim dót sem þeir þekkja. Gott er að útbúa fyrir þá skjól undir einhverju traustu, t.d. borði þar sem þeir geta haft dýnuna sýna eða teppið sitt. Gætið þess að það sé ekkert í rýminu sem hundurinn getur slasað sig á og skemmt. Ef þú átt búr þar sem hundurinn er reglulega er gott að hafa hann í því.
 • Gott er að draga fyrir glugga á gamlárskvöld og hafa opið fyrir útvarp þannig að hvellir og ljósagangur að utan hafi minni áhrif.
 • Einungis í mjög slæmum tilfellum er ástæða til að gefa hundinum róandi lyf.  Ef eigandi telur að hundurinn þurfi róandi lyf þarf að leita tímanlega til dýralæknis og ráðfærið sig við hann.
 • Hræðsla við flugelda getur aukist með árunum, en það er vel hægt að venja hunda við hljóðið af flugeldum, til dæmis með því að spila hljóðupptöku af sprengingum og hækka styrkinn smám saman.  Þetta verður þó að athuga tímanlega.  Sumir hundar leita í fang eigandans þegar þeir verða hræddir, en aðrir vilja vera einir.  Ef hundurinn leitar sjálfur skjóls er best að leyfa honum að vera í friði og ekki reyna að draga hann fram.
 • Ef hundurinn virðist ekki mjög hræddur má fara með hann út fyrir, en bara í taumi, þar sem hann getur orðið hræddur og hlaupið frá eigandanum.

Kettir

 • Á gamlársdag, gamlárskvöld, nýarsdagskvöld og þrettándann er æskilegt að halda köttum inni við. Gott er að útbúa fyrir þá aðstöðu, skjól í einhverju rými sem þeir þekkja og finna til öryggistilfinningar. Kettir sækja gjarnan í dimm skot, til dæmis undir rúmi, inni í skáp eða þessháttar stöðum.  Það er mikilvægt að passa að kötturinn sé inni allann daginn á gamlársdag, þar sem margir virðast byrja að sprengja strax eftir morgunmatinn.  Gott er að draga fyrir glugga í herberginu þar sem kötturinn er og hafa opið fyrir útvarp þannig að hvellir og ljósagangur að utan hafi minni áhrif.
 • Til að fá róandi lyf fyrir köttinn þarf að leita tímanlega til dýralæknis.

Hestar

 • Best er að hafa hestana inni í hesthúsum á gamlársdag og á þrettándanum sem mest, ekki lausa úti í gerðum og alls ekki eftirlitslausa. Gott er að líta eftir hrossunum eftir miðnætti þegar meti atgangurinn hefur gengið er yfirstaðinn.
 • Gott er að byrgja rúður í hesthúsum á gamlárskvöld og hafa opið fyrir útvarp þannig að hvellir og ljósagangur að utan hafi minni áhrif.
 • Hestamenn eru hvattir til að hafa sérstakan vara á þegar farið er í útreiðatúra á þessum árstíma. Þeir sem eiga ekki hesta eða gæludýr átta sig margir ekki á því að hvellir og ljós geta fælt skepnur.
 • Bændum og þeim sem eiga hross eða stóð í nágrenni við þéttbýli eða sumarhús er bent á að gera ráðstafanir og smala hrossum heim eða hafa eftirlit með þeim á meðan mestu lætin ganga yfir.

17 05 2013

Keisaraskurður á kind

Sauðburður er nú í fullum gangi í kuldanum og snjónum hér norðan heiða.  Yfirleitt gengur nú vel hjá kindunum að bera, þó koma alltaf upp einhverjir erfiðleikar og stundum þurfa dýralæknar jafnvel að taka keisaraskurð.  Þessi kind kom úr Fnjóskadal til okkar á Dýraspítalann.  Hún
var með slæman legsnúning og gat því ekki borið.  2 yndislegar sauðburðar-vinnukonur á bænum skutluðu henni til Akureyrar og aðstoðuðu
við aðgerðina sem gekk vel og óku þær stöllur allar heim í dalinn aftur en lambið var því miður dáið.  Ef kindinni heilsast vel getur hún tekið
að sér lamb, t.d frá þrílembu eða móðurlaust lamb á bænum.

img_4074.jpgimg_4076.jpgimg_4077.jpgimg_4079.jpgimg_4080.jpg


6 05 2013

Langhundahvolpar til sölu!

hundar_hallveig_2.jpg


24 04 2013

Sphinx kettlingar

Sphinx kettir eru ekki algengir á Íslandi en þessir komu hingað í skoðun ofl frá ræktanda á Sauðárkróki áður en þeir fóru til nýrra eigenda.  Sphinx  eru tignarlegir og flottir kettir, félagslyndir og vitrir.  Þeirra aðaleinkenni er þó hárleysið, húðin er hlý og mjúk en getur þornað – þeir þurfa bað og næringu reglulega.  Sphinx eru mjög gott val fyrir þá sem eru með kattarofnæmi en vilja samt eiga kisu.

img_3639.jpgimg_3641.jpgimg_3645.jpgimg_3658.jpgimg_3662.jpgimg_3664.jpgimg_3666.jpg


25 03 2013

Hreinræktuðum íslenskum fjárhundi vantar heimili!

Hreinræktuðum íslenskum fjárhundi vantar heimili!

 

Tæplega eins og hálfs árs gömlum íslenskum fjárhundi vantar nýtt heimili vegna breyttra aðstæðna eiganda.

Hundurinn heitir Kopar er  geldur og skapgóður, búsettur á Akureyri.

 

Gott heimili óskast.

Upplýsingar í síma 8937661, Sveinbjörg. KOPAR HEFUR FENGIÐ NÝTT HEIMILI!

 

kopar_rz.jpg


6 02 2013

Kolka – Breton hundur

dagfinnur_breton_kolka_7.jpgdagfinnur_breton_kolka_15.jpgdagfinnur_breton_kolka_17.jpgdagfinnur_breton_kolka_25.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þessi fallegi 3 mánaða  hvolpur heitir Kolka og á heima á Norðfirði.  Hún er af tegundinni Breton, það eru hundar sem eru nýlega komnir til Íslands. Þeir eru oftast tvílitir –  rauðir/hvítir eða svartir/hvítir.  Þetta eru veiðihundar (skotveiði) sem eru blíðlyndir og rólegir en mjög duglegir.  Þeir eru næmir og  fljótir að læra og er því auðvelt að kenna þeim.  Þeir eru viðkvæmir og það þarf að umhverfisvenja þá unga, annars geta þeir orðið of hlédrægir og hræddir við aðra hunda.  Breton henta mjög vel sem fjölskylduhundar eru ljúfir,  góðir og gelta lítið en þurfa mikla hreyfingu, þjálfun og vinnu til að vera hamingjusamir.