Opið alla virka daga frá 9-17 og laugardaga 10-12 // sími 461 2550 neyðarsími 461 1550 (bein tenging á vakthafandi dýralækni)|dyraspitali@dyraspitali.is
31 01 2013

Main Coon systkini

Dásamlegu Main Coon kettlingarnir Amor, Appolló og Alice eru nú orðin tæplega 12 vikna og tilbúin að fara á ný heimili.  Amor, sá gulbrúni,  var tekinn með keisaraskurði hér á Dýraspítalanum 6. nóvember, hvítu systkinin komu eðlilega leið nokkrum tímum áður.  Þau eru öll gullfalleg, blíð, skemmtileg og hafa braggast vel, okkur finnst náttúrulega Amor langsætastur !  Hvíta högnanum Appolló vantar enn heimili, hann er heyrnarlaus eins og oft gerist hjá hvítum köttum.  Ræktendurnir vilja því sérstaklega öruggt og frekar rólegt heimili handa honum.  Síminn hjá Sigurði eiganda þeirra er 895 3838 fyrir þá sem hafa áhuga!jan_2013_064.jpgjan_2013_065.jpgjan_2013_066.jpgjan_2013_069.jpgjan_2013_070.jpgjan_2013_075.jpgjan_2013_079.jpg


24 01 2013

Hvolpar á Neðri-Rauðalæk

Þessir 8 fallegu Border Collie blendingar fæddust í desember 2012 á Neðri-Rauðalæk í Hörgárdal.  Þeir eru hvítir og svartir og sumir þeirra með aðeins brúnan lit líka eins og mamman.  5 þeirra vantar enn heimili og geta áhugasamir sent tölvupóst á: raudilaekur@gmail.com  og fengið frekari upplýsingar eða hringt í Áslaugu í síma 822 0496.  19. mars 2013: þeir eru allir komnir með ný heimili!

raudilaekur_2.jpgraudilaekur_3.jpgraudilaekur.jpgraudilaekur_1.jpg


5 01 2013

Lana og Nala

014.jpg017.jpg018.jpg020.jpg025.jpgFalleg systkini með einstaklega fallegar kisusystur Lönu og Nölu!


7 12 2012

Nýr dýralæknir

helga_sigridur.jpgHelga Sigríður Úlfarsdóttir frá Ísafirði útskrifaðist frá Dýralæknaháskólanum í Noregi 2009.  Hún hóf störf hjá okkur í nóvember 2012 eftir að hafa unnið  á Dýraspítalanum  í Keflavík, almenn dýralæknastörf á Höfn í Hornafirði og eftirlitsstörf í sláturhúsi á Blönduósi í haust. Við bjóðum við Helgu velkomna til starfa hjá okkur í Eyjafirðinum!


27 11 2012

Chow Chow hvolpur

Þessi dásamlegi hnoðri er af tegundinni Chow Chow sem er upprunalega frá Kína.  Þar heita þeir Songshi Quan – "puffy-lion dog".

Meðalaldur verður  9-12 ár,  þeir eru rólegir, sjálfstæðir, trygglyndir og gelta lítið. Mjög góðir félagar og fjölskylduhundar. Rakkar verða 48-56 cm á herðakamb en tíkur 46-51 cm.  Fullorðnir hundar eiga að vera 20-32 kg.  Litirnir eru ljósgrábrúnn, svartur, kremaður eða rauður.  

Það eru ekki margir Chow Chow hundar á Íslandi og gaman að hitta þennan yndislega hvolp!

november__2012_001_5.jpgnovember__2012_001_4.jpgnovember__2012_001_7.jpgnovember__2012_001_8.jpg

 


14 11 2012

Keisaraskurður á læðu

Main Coon læðan Lilla gaut 2 hvítum kettlingum en sá 3. vildi alls ekki koma.  Þurfti því að skera hana upp og fæddist lítill ljósbrún-bröndóttur keisarastrákur; Amor.  Hann var heldur dasaður fyrst en hresstist fljótt í góðum höndum eigenda sinna Sigga og Lilju auk þess sem kattaræktandinn Rósa Jónsdóttir hjálpaði til og Amor vex og dafnar.  Main Coon eru tignarlegar og fallegar kisur, liturinn á Amor er mjög sérstakur og gaman verður að fylgjast með þeim fagra högna í framtíðinni!nov_2012_022.jpgnov_2012_027.jpgnov_2012_028.jpgnov_2012_029.jpgnov_2012_030.jpgnov_2012_031.jpgnov_2012_033.jpgnov_2012_039.jpgnov_2012_040.jpgnov_2012_041.jpgnov_2012_045.jpg


9 11 2012

Grimmir hundar – Dýrbítar

Umræða hefur skapast vegna fréttar í Akureyri-Vikublað um lausa hunda af tegundinni Husky sem réðust á kind á sveitabæ á Svalbarðsströnd.  Bitu þeir hana til ólífis á hálsi og víðar á skrokknum og brutust einnig inn í fjárhús skammt frá og drápu þar unga kind.

Rætt er við mig í blaðagreininni og geta orð mín misskilist á þann hátt að  þegar ég lýsi áliti mínu á grimmum hundum sem sýna af sér þessa drápshegðun sé ég að lýsa Husky tegundinni.  Svo er ekki, það er því miður ekki tegundabundið hvaða hundar gera þetta en algengast að um sé að ræða hunda með varð eða veiðieðli. 

Vegna þessa fengið nokkrar fyrirspurnir frá Husky eigendum, kanski væri fínt að árétta umræðuna og benda á að hundar sem sýna slíka hegðun SAMA AF HVAÐ TEGUND ÞEIR ERU eru hættulegir, öðrum dýrum, fullorðnum  og börnum.

(Það er nú ekki rétt að ég telji að allir Huskyhundar ætli að éta börn.)

 

Ég segi:

Hundar ( td veiðihundar eða varðhundar) sem ráðast á önnur dýr til að drepa þau geta verið hættulegir börnum; t.d ef barn er úti með lítinn hund og ætlar að verja hann eða skilja að frá slíku dýri.

Dýrbít á að mínu mati alltaf að lóga.

Ekki er hægt að einskorða slíka drápshegðun / ranga hegðun við eina hundategund en oftast er um hunda með sterkt varðhunda eða veiðieðli að ræða sem ekki hafa fengið þjálfun og afþreyingu við hæfi.

Lausaganga hunda er bönnuð með lögum og verða allir hundaeigendur að vera meðvitaðir um hættuna sem af henni getur stafað.   

Sendi til upplýsinga myndir  af kindinni  sem  Huskyhundar réðust á, bitu sundur hnakka og bitu allan hringinn á hálsi  og drápu að auki gimbur í öðru fjárhúsi skammt frá.

nov_2012_054.jpgnov_2012_056.jpg

Aldrei á að verja þessa hegðun hjá hundum þó svo maður eigi hunda af sömu tegund sjálfur.

 

Með bestu kveðju Elfa

 

 


9 11 2012

Grimmir hundar

Nokkur umræða hefur skapast út af frétt í Akureyri –  vikublað um lausa hunda af tegundinni Husky sem réðust á kind á sveitabæ á Svalbarðsströnd, bitu á háls og víðar á skrokknum.  Lést hún af sárum sínum.  Einnig brutust þeir inn í fjárhús skammt frá og drápu þar unga kind.  Þar ræði ég aðeins um þá hættu sem getur skapast af lausagöngu slíkra dýra og brýni fyrir fólki að hafa hunda sína í taumi og passa að þeir sleppi ekki enda er lausaganga hunda bönnuð með lögum. 

Ég hef fengið nokkra maila frá óánægðum Husky eigendum, kanski væri fínt að árétta umræðuna og benda á að hundar sem sýna slíka hegðun SAMA AF HVAÐ TEGUND þeiru eru  eru hættulegir, öðrum dýrum og börnum.

(Það er nú ekki rétt að ég telji að allir Huskyhundar ætli að éta börn.)

 

Ég segi:

Hundar ( td veiðihundar eða varðhundar) sem ráðast á önnur dýr til að drepa þau geta verið hættulegir börnum; t.d ef barn er úti með lítinn hund og ætlar að verja hann eða bjarga að frá slíku dýri.

Slíku dýri á að mínu mati alltaf að lóga.

Ekki er hægt að einskorða slíka drápshegðun / ranga hegðun við eina hundategund en oftast er um hunda með varðhunda eða veiðieðli að ræða sem ekki hafa fengið þjálfun og afþreyingu við hæfi.

 

Set inn til upplýsinga myndir  af kindinni sem Huskyhundar réðust á, bitu sundur hnakka og bitu allan hringinn á hálsi.

nov_2012_054.jpgnov_2012_056.jpg

 

Aldrei á að verja þessa hegðun hjá hundum þó svo maður eigi hunda af sömu tegund sjálfur.

 

Með bestu kveðju Elfa dýralæknir

 

 

 


1 11 2012

Bella – Pommeranian hvolpur

Bella litla kom á Dýraspítalann vegna smávægilegrar augnsýkingar og einnig  í bólusetningu og ormalyfsgjöf.  Hún og bróðir hennar Felix eru  nýkomin til Akureyrar til eigenda sinna.  Bæði eru þau rosalega sæt og dugleg, pommar eru skemmtilegir og klárir heimilishundar sem eru mjög vinsælir.bella_pommeranian_002.jpgbella_pommeranian_006.jpgbella_pommeranian_007.jpgbella_pommeranian_010.jpg


26 09 2012

Stór þvagsteinn í blöðrunni

Perla er lítil Blenheim Cavalier tík sem kom á Dýraspítalann vegna þvagleka og hversu illa henni gekk að halda þvagi.  Eftir skoðun var ákveðið að setja hana í aðgerð og í ljós kom mjög stór steinn í blöðrunni.  26 g og í heilu lagi.  Fyllti steinninn alveg upp í blöðruna og hefur valdið Perlu miklum óþægindum, ótrúlegt hvað hún bar sig vel og var í raun lítið lasin.  Perlu heilsast vel eftir aðgerðina, hún er heima hjá Nínu eiganda sínum og ef allt gengur vel verður hún alltaf að vera á sérfæði til að ekki komi fleiri steinar. sept_2012_005.jpgsept_2012_008.jpgsept_2012_009.jpgsept_2012_016.jpgperla_vagst.jpgperla_vagst1.jpgperla_vagst2.jpg