gust_2012_kettlingur_063.jpggust_2012_kettlingur_031.jpggust_2012_kettlingur_043.jpggust_2012_kettlingur_046.jpggust_2012_kettlingur_047.jpggust_2012_kettlingur_061.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Moli er fæddur 23. apríl 2012 og er af tegundinni Exotic Shorthair.  Hann heitir í ættbókinni sinni því flotta nafni Eldeyjar X-Factor!  Eigandi hans er Stefanía Bragadóttir á Hjalteyri og var hún búin að bíða í 2 ár eftir Mola sínum.

Exotic Shorthair eru stutthærðir Persakettir.  Þeir eru upphaflega blanda af Persum og American Shorthair auk Russian Blue og Burmese.  Voru viðurkenndir sem tegund 1966 og síðan 1987 má einungis blanda þeim með Persum.

Exotic eru mjög ljúfir og  góðir líkt og Persar og góður kostur fyrir þá Persaunnendur sem vilja  losna við síðan feld  og mikla feldhirðu. Exotic eru  eru mjög hændir að  eiganda sínum og eru góðir innikettir.   Þeir eru leikglaðir og kátir og geta verið veiðikettir ef þeir fá að vera úti.