juni_2012_010.jpg

Mikilvægt !!! 

Viljum minna alla dýraeigendur á að gefa dýrunum sínum ormalyf!

Hundum  er skylda að gefa ormalyf einu sinni á ári.  Hvolpum þarf að gefa ormalyf nokkrum sinnum þegar þeir eru litlir.  Öllum hundum má gefa ormalyf oftar en einu sinni á ári ef þarf.

Köttum  þarf að gefa ormalyf árlega.  Miklum veiðiköttum jafnvel á 3 mánaða fresti vegna þess að þeir smitast af ormum úr músum og fuglum.  Kettir geta einnig sýkst af skít annarra ormaveikra katta.  Öllum kettlingum þarf að gefa ormalyf a.m.k tvisvar þegar þeir eru litlir.

Ormalyf eru til í töflum og einnig sem blettunarlausn á húð.  Eigandi getur gefið þau inn sjálfur ef hann vill og lyfin  er hægt að nálgast hjá öllum dýralæknum, dýralæknastofum og apótekum. 
Lögbundna hundahreinsun þarf þó viðurkenndur aðili að annast.