Perla er lítil Blenheim Cavalier tík sem kom á Dýraspítalann vegna þvagleka og hversu illa henni gekk að halda þvagi.  Eftir skoðun var ákveðið að setja hana í aðgerð og í ljós kom mjög stór steinn í blöðrunni.  26 g og í heilu lagi.  Fyllti steinninn alveg upp í blöðruna og hefur valdið Perlu miklum óþægindum, ótrúlegt hvað hún bar sig vel og var í raun lítið lasin.  Perlu heilsast vel eftir aðgerðina, hún er heima hjá Nínu eiganda sínum og ef allt gengur vel verður hún alltaf að vera á sérfæði til að ekki komi fleiri steinar. sept_2012_005.jpgsept_2012_008.jpgsept_2012_009.jpgsept_2012_016.jpgperla_vagst.jpgperla_vagst1.jpgperla_vagst2.jpg