Nokkur umræða hefur skapast út af frétt í Akureyri –  vikublað um lausa hunda af tegundinni Husky sem réðust á kind á sveitabæ á Svalbarðsströnd, bitu á háls og víðar á skrokknum.  Lést hún af sárum sínum.  Einnig brutust þeir inn í fjárhús skammt frá og drápu þar unga kind.  Þar ræði ég aðeins um þá hættu sem getur skapast af lausagöngu slíkra dýra og brýni fyrir fólki að hafa hunda sína í taumi og passa að þeir sleppi ekki enda er lausaganga hunda bönnuð með lögum. 

Ég hef fengið nokkra maila frá óánægðum Husky eigendum, kanski væri fínt að árétta umræðuna og benda á að hundar sem sýna slíka hegðun SAMA AF HVAÐ TEGUND þeiru eru  eru hættulegir, öðrum dýrum og börnum.

(Það er nú ekki rétt að ég telji að allir Huskyhundar ætli að éta börn.)

 

Ég segi:

Hundar ( td veiðihundar eða varðhundar) sem ráðast á önnur dýr til að drepa þau geta verið hættulegir börnum; t.d ef barn er úti með lítinn hund og ætlar að verja hann eða bjarga að frá slíku dýri.

Slíku dýri á að mínu mati alltaf að lóga.

Ekki er hægt að einskorða slíka drápshegðun / ranga hegðun við eina hundategund en oftast er um hunda með varðhunda eða veiðieðli að ræða sem ekki hafa fengið þjálfun og afþreyingu við hæfi.

 

Set inn til upplýsinga myndir  af kindinni sem Huskyhundar réðust á, bitu sundur hnakka og bitu allan hringinn á hálsi.

nov_2012_054.jpgnov_2012_056.jpg

 

Aldrei á að verja þessa hegðun hjá hundum þó svo maður eigi hunda af sömu tegund sjálfur.

 

Með bestu kveðju Elfa dýralæknir