Þessi dásamlegi hnoðri er af tegundinni Chow Chow sem er upprunalega frá Kína.  Þar heita þeir Songshi Quan – "puffy-lion dog".

Meðalaldur verður  9-12 ár,  þeir eru rólegir, sjálfstæðir, trygglyndir og gelta lítið. Mjög góðir félagar og fjölskylduhundar. Rakkar verða 48-56 cm á herðakamb en tíkur 46-51 cm.  Fullorðnir hundar eiga að vera 20-32 kg.  Litirnir eru ljósgrábrúnn, svartur, kremaður eða rauður.  

Það eru ekki margir Chow Chow hundar á Íslandi og gaman að hitta þennan yndislega hvolp!

november__2012_001_5.jpgnovember__2012_001_4.jpgnovember__2012_001_7.jpgnovember__2012_001_8.jpg